Lög NSS

LÖG NÁTTÚRUVERNDARSAMTAKA SUÐURLANDS

 1. grein

Heiti samtakanna er Náttúruverndarsamtök Suðurlands, skammstafað NSS. Varnarþing

þeirra er á Selfossi.  Félagssvæðið er Suðurland; Árnessýsla, Rangárvallasýsla og Vestur-

Skaftafellssýsla.

 1. grein

NSS leitast við að vera hlutlægur málsvari náttúrunnar. Samtökin starfa óháð hagsmunum

og hugmyndafræði stjórnmálaflokka og fyrirtækja.

 

 1. grein

Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna náttúrunnar með því:

–     Að stuðla að verndun náttúrulegs umhverfis á Suðurlandi með það að markmiði að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika, landslag og náttúrufarsleg sérkenni svæðisins.

–     Að fylgjast með ástandi verndaðra svæða og vekja athygli á þeim.

–     Að stuðla að því að náttúruauðlindir verði aðeins nýttar í samræmi við sjónarmið sjálfbærrar þróunar og að hagsmuna náttúrunnar sé ævinlega gætt þannig að hún beri ekki þar af varanlegan skaða.

–     Að fylgjast með áætlunum um hvers konar framkvæmdir sem snerta náttúruna; mannvirkjagerð, notkun tilbúinna efna, inngrip mannsins í lífríki o.fl. og að örva umræðu í samfélaginu um þau málefni.

–     Að ýta undir umfjöllun og upplýsta umræðu meðal almennings um umhverfis- og náttúruverndarmál, á þeim sviðum sem snerta daglegt líf og umgengni almennings við náttúruna.

 

 1. grein

Að markmiði sínu hyggjast samtökin vinna að m.a. með eftirfarandi hætti:

–        Að afla gagna um  náttúru svæðisins og hvetja til umhverfis- og náttúrufarsrannsókna.

–        Að miðla upplýsingum til almennings og vekja umræðu um náttúruna.

–        Að standa fyrir fræðslu- og umræðufundum um umhverfis- og náttúruvernd.

–        Að standa fyrir lengri og styttri fræðsluferðum á vernduð svæði eða önnur svæði sem       þykja áhugaverð eða eru í umræðunni hverju sinni.

–        Að vera í sambandi/samstarfi við opinbera aðila og önnur frjáls umhverfissamtök

varðandi stefnumótun og framtíðarsýn í náttúruverndarmálum.

 1. grein

Samtökin eru opin öllum einstaklingum sem aðhyllast markmið þess og vilja starfa að

umhverfis- og náttúruvernd á félagssvæðinu. Umsókn um aðild að samtökunum skal senda

skriflega eða með tölvupósti og skal hún tekin til afgreiðslu á fyrsta aðalfundi eða

stjórnarfundi eftir að hún hefur borist. Umsækjanda skal send skrifleg staðfesting á

afgreiðslu aðildarumsóknar. Nýir félagar öðlast kjörgengi og tillögurétt á næsta aðalfundi

eftir að umsókn þeirra um inngöngu hefur verið staðfest af aðalfundi eða stjórn.

 1. grein

Aðalfundur fer með æðsta vald samtakanna og skal hann haldinn fyrir marslok ár hvert.

Aðalfund skal auglýsa opinberlega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í auglýsingu skal

koma fram að tillögur, aðrar en tillögur að lagabreytingum, sem leggja á fyrir aðalfund,

skuli berast stjórn minnst viku fyrir aðalfund.

Dagskrá  aðalfundar skal vera eftirfarandi:

 1. Setning fundar
  2.   Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3.   Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  4.   Reikningar samtakanna lagðir fram til afgreiðslu
  5.   Ákvörðun  félagsgjalda
 2. Lögð fram árleg fjárhagsáætlun
 3. Lagabreytingar ef einhverjar eru
  8. Kosning í stjórn og varastjórn.
  9.   Kosning  skoðunarmanna reikninga.
 4. Umsóknir nýrra félaga til afgreiðslu
  11. Önnur mál
 5. Fundarslit.

 

 1. grein

Stjórn samtakanna skal kosin árlega á aðalfundi. Hún skal skipuð fimm mönnum  og

þremur til vara. Einnig skal kjósa  tvo skoðunarmenn. Við tilnefningar í stjórn og varastjórn

skal að jafnaði hafa í huga dreifingu stjórnarmanna á félagssvæðinu.  Stjórn skiptir með sér

verkum og  skipar formann, varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Stjórn fer

með málefni samtakanna milli aðalfunda.  Stjórn skal hafa markmið samtakanna að

leiðarljósi varðandi alla starfsemi og opinbera umfjöllun. Stjórnin skal leita eftir styrkjum

til viðbótar við félagsgjöld til að standa undir starfsemi samtakanna og vinna árlega

fjárhagsáætlun. Reikningsárið skal vera almanaksárið.

 1. grein

Tillögur um breytingar á lögum þessum skulu berast formanni stjórnar eigi síðar en tveimur

vikum fyrir aðalfund. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Lagabreytingar

öðlast því aðeins gildi að ¾ fundarmanna greiði þeim atkvæði. Einungis aðalfundur getur

lagt samtökin  niður og þarf til þess samþykki ¾ félagsmanna. Sami aðalfundur ráðstafar

eignum samtakanna til hliðstæðrar starfsemi á landsvísu og skal þeim varið til kynningar á

náttúru Suðurlands.

Breyting á lögum frá 18.04.2005, samþykkt á aðalfundi samtakanna 28.03.2015

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s